Gæðastimpill

Gæðastimpill starfsins felst meðal annars í faglegri handleiðslu en við státum okkur af því að starfsfólk ÉG ER sækir allt faglega handleiðslu. Handleiðsla er eitt af tækjunum sem samfélagið hefur til þess að skapa og skerpa fagmennsku. Um er að ræða lærdóms- og þroskaferli sem felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu, faglega færni og persónuþætti. Handleiðsla snýr að þróun og stuðningi við fagaðila og grundvallast í viðurkenningu á árangursmiðuðu fagstarfi, öryggi skjólstæðinga og almennri ábyrgðartilfinningu. Við hjá ÉG ER teljum að góð handleiðsla geti stuðlað að almennri vellíðan, trausti, sjálfsþekkingu, sjálfsvitund, þekkingu, góðum starfsanda, starfsánægju og úthaldi í starfi. Því hvetjum við fagfólk og þá sérstaklega starfsfólk og stjórnendur innan svokallaðra hjálparstétta að sækja sér faglega handleiðslu. Rannsóknir sýna að handleiðsla getur komið í veg fyrir starfsleiða, þreytu og kulnun í starfi.