Við saman

Við saman er hjóna og paranámskeið. Námskeiðið miðar að því að efla samband hjóna og para.
Áherslan verður á samskipti og nánd. Hvernig er hægt að styrkja það sem gott er og vinna með það sem miður er. Öll sambönd fara í gegnum sveiflur, tíma þar sem ástin ríkir og allt er létt og skemmtilegt. Þá er parið ósigrandi en svo koma tímar þar sem ástin virðist fjarlæg, ágreiningsefnin safnast upp og parið upplifir skerta nánd. Til þess að geta átt í góðu sambandi þurfa einstaklingarnir að geta átt eigin veruleika. Einstaklingurinn þarf að setja bæði sér og maka sínum heilbrigð mörk.
Í hverju parasambandi eru tveir ólíkir einstaklingar sem hafa tamið sér mismunandi samskiptahætti. Því teljum við mikilvægt að rýna í ástartungumálin. Á hvaða hátt tjáir parið þarfir sínar, þrár og langanir og á hvaða hátt mæta þau hvert öðru. Þetta og fleira til verður skoðað með verkefnavinnu, hópvinnu og fræðslu.
Höfuðáhersla námskeiðsins er að aðstoða hjón og pör við að styrkja samband sitt og leggja til aðferðir sem eru líklegar til að viðhalda trausti og vellíðan í sambandinu.