Ég er

Ég er, er
hugleiðslunámskeið. Öll höfum við þörf fyrir hvíld, fyrir stund þar sem
við dveljum í núinu og leyfum okkur að endurnærast. Hvort sem við gefum okkur
tíma fyrir hugleiðslu að morgni, að kveldi, um miðjan dag eða nokkrum sinnum
yfir daginn, þá finnum við flest að tíminn sem við gefum okkur til þess að róa
hugann, hlusta á andadráttinn og dvelja með sjálfum okkur er bæði nærandi,
stillandi og orkugefandi.

Á þessum námskeiðum munum við tengja saman hugleiðslu og trú. En því er oft
haldið fram að þegar við eigum í sambandi við Guð þá séum við að tjá
okkur með bæninni og að hlusta í hugleiðslunni. Í upphafi hvers tíma og í lok
hvers tíma er farið með stutta bæn.

Fyrirkomulag námskeiðsins:
Hugleiðslunámskeiðin okkar standa yfir í fjögur skipti, klukkustund á viku í fjórar vikur. Leiðbeinendur eru ýmist Fritz Már eða Díana Ósk.

Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða senda póst á  namskeidin@gmail.com