Vertu þú sjálf/ur

Vertu þú sjálf/ur er sjálfsstyrkingarnámskeið.
Gott sjálfstraust og heilbrigt sjálfsmat hafa mikil áhrif á vellíðan og velgengi einstaklingsins.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða leiðir eru færar til að bæta sjálfstraust
og sjálfsmat. Áhersla er á samskipti, tilfinningar og markmiðasetningu. Þá er
þátttakendum boðið að rýna í eigin gagnrýnanda, gömul sár og á hvaða hátt álit
annarra er áhrifavaldur í lífi þeirra.
Óheilbrigt sjálfsmat og skert sjálfstraust geta valdið vanmetakennd, kvíða, sektarkennd og erfiðum
varnarviðbrögðum. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum verkfæri
til þess að efla sjálfstraust sitt og sjá sjálfsvirði sitt í nýju ljósi. Þar
með opnast leiðir til bættra samskipta, aukinnar vellíðunar og betri lífskjara.

Fyrirkomulag námskeiðsins:
Sjálfstyrkinganámskeiðin fara fram í 6-8 manna hópum, með því móti að hver hópur hittist í tvö skipti ca. 4.klst. í senn. Þátttakendur fá námskeiðsgögn og gætu þurft að vinna heimavinnu. Leiðbeinandi er Fritz Már.

Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða senda póst á namskeidin@gmail.com