Fleiri sjónarhorn

Umsögn
Ég get hiklaust mælt með námskeiðinu “Vertu þinn besti vinur”. Þar var lagður góður grunnur með fræðslu um meðvirkni. Síðan var unnið með þætti eins og vanmátt, sjálfsvirðingu og heilbrigð mörk. Það sem mér fannst allra best var hvernig Díana bað okkur að spegla hvert annað. Það var bæði lærdómsríkt að fá að spegla aðra og heyra aðra spegla mig. Þannig fékk ég fleiri sjónarhorn á það sem ég var að fást við á þessum tíma. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt en það skilaði góðum árangri. Ég gekk léttari og glaðari út full þakklætis.
Katrín