Í DAG

pissað á núiðÞú átt aðeins daginn í dag og hefur aðeins styrk fyrir þennan dag.

Þess vegna er best að einbeita sér núna aðeins að þessum
degi, klára bara verkefni dagsins og leyfa huganum ekki að fara með
þig á flug í fortíð eða framtíð.

Ef dagurinn inniheldur fundi eða spjall um atburði í framtíðinni þá er
í lagi að bíða með að taka ákvarðanir og sleppa tökunum, því þú lifir bara
þennan dag. Styrkurinn fyrir morgundaginn kemur á morgun.

Ef þú ert haldinn miklum kvíða þá er best að klára mjög aðkallandi verkefni og leggja önnur til hliðar, einn dag í einu. Við slíkar aðstæður er einnig gott að gefa sér smá frí frá verkefnum. Frí í nokkra daga til að endurmeta aðstæður og verkefni.

Í fríinu munu viðhorf þín breytast og áreitið minnka, þannig að sýn
þín á næstu viðfangsefni verða skýrari og því einfaldara að taka
nýjar ákvarðanir eða að taka ákvörðun um að halda þig við þær
ákvarðanir sem þú hefur tekið.
Mundu að sleppa tökunum á öðrum, “live and let live”, slepptu tökunum á áliti annarra og njóttu þess að vera þú.

Díana Ósk Óskarsdóttir.