Eru aðeins aðstandendur alkóhólista meðvirkir?

aðstandendur alkóhólistaEinkenni hins meðvirka voru í byrjun talin vera tilkomin vegna streitunnar sem fólk lifir við ef það býr með alkóhólista eða fíkli. Það kom síðar í ljós að ef alkóhólistinn hætti að drekka þá lagaðist hinn meðvirki ekki og varð jafnvel verri af einkennum sínum.

Þegar fagfólk fór síðar að rýna í einkennin og orsök þeirra, kom í ljós að þau geta orsakað fíkn.

Einnig var það óhrekjanlegt að meðvirknieinkenni fundust ekki bara hjá fólki sem ólst upp með eða bjó við alkóhólisma eða fíkn. Það virtist vera nóg að hafa alist upp við erfiðar aðstæður eða með foreldri sem vanrækti eða misnotaði barnið.
Pia Mellody