Ert þú að hafna sjálfri/sjálfum þér?

sjálfshöfnunSjálfshöfnun er ávísun á kvíða og þunglyndi. Þegar við leyfum okkur  ekki að vera til, vera frjáls og eiga okkar tilverurétt þá erum við að kúga okkur. Það getur enginn bæði kúgað sig og verið glaður og hamingjusamur.

Sjálfshöfnun getur birst á margan hátt, m.a. í sjálfstali þar sem þú segir sjálfri/sjálfum þér að þér ætti nú að líða öðruvísi en þér líður (ég ætti nú ekki að vera sár yfir þessu), að þér eigi að finnast annað en þér finnst (mér finnst þetta óþægilegt en…) eða að upplifun þín sé líklega röng eða byggð á röngum hvötum.

Þegar þú upplifir eitthvað eða finnst eitthvað og bælir það niður, jafnvel þegar þú telur þig vita að þínir nánustu sjái hlutina á annan hátt, það er sjálfshöfnun.

Ef þú leitar leiða til að ráða við kvíða og þunga en stígur ekki út úr því mynstri sem sjálfshöfnun skapar þá nærðu líklega ekki árangri, því þú ert að hafna þér og segja þér að þú sért ekki eins mikilvæg/ur og aðrir, að þú eigir í raun ekki tilverurétt og þess vegna kvíðir þér hvern dag að vera til.

Ef þú þekkir sjálfshöfnun þá henta meðvirkni og sjálfstyrkingarnámskeiðin þér vel. Þar eru þátttakendur hvattir til þess að standa með sér og þeim gefin verkfæri sem nýtast þeim.

Díana og Fritz