Námskeiðið gaf mér mjög margt

Námskeiðið gaf mér mjög margt og kannski erfitt að setja puttann á eitthvað sérstakt því það opnaði hug minn á svo margt, ég gerði mér ekki grein fyrir hvað meðvirkni er víðtæk og hvað það snertir mann á marga vegu en það er t.d. það sem náskeiðið sýndi mér og ég gerði mér grein fyrir að samskipti mín við fjölskyldu,vini, vinnuveitendur og fl. í gegnum tíðina hafa mótað mín… samskipti við sjálfan mig alla mína tíð og að fá að sjá þær skekkjur og fá verkfæri til að breyta því hefur gífurleg áhrif á mann, allt í einu sér maður og skilur hluti og aðstæður úr fortíðinni og í núinu og það verður ákveðin opinberun eða vakning hjá manni og léttir á ákveðin hátt en það vekur líka upp allskonar tilfinningar bæði góðar og vondar sem ég ætla að sé eðlilegt og að mínu mati þarf maður að vera tilbúin að vinna áfram með sig og tel ég mjög mikilvægt að fara í einkaviðtölin eftir námskeiðið og fá svo viðeigandi leiðbeiningu um hvað skal gera eftir námskeiðið og viðtölin. Fyrir mig var þetta mjög erfitt og ég þurfti að hlúa vel að mér bæði meðan og eftir náskeiðið en á sama tíma þá var þetta eitt af því mikilvægasta sem ég hef gefið sjálfri mér.