Stundum sterk en stundum óörugg

er styrkur annarra styrkur þinnStundum erum við með heilbrigt sjálfsmat að verki á ákveðnum stað í lífi okkar en ekki allsstaðar.
Við gætum til dæmis verið ánægð með árangur okkar í starfi en verið ósátt við
árangur okkar í persónulega lífinu. Við getum verið með hátt sjálfstraust í
íþróttum sem við stundum en verið með lágt sjálfstraust þegar kemur að
fjármálum.
Hvar ert þú sjálfsörugg/sjálfsöruggur, með gott sjálfsmat? Skoðaðu
hvaða verkefni þú hefur ekki klárað vegna skorts á sjálfsmati.
Er ekki kominn tími til þess að vinna þessi verkefni? Kannski þarft þú hjálp til þess að rétta þig af, auka sjálfsvirðingu þína og þar með sjálfstraust þitt?