Fritz Már Jörgensson

Fritz Már myndFritz Már er annar eiganda “Ég er,” hann og Díana Ósk Óskarsdóttir eiga samtals 5. börn og 3. barnabörn. Hann er starfandi prestur hjá Þjóðkirkjunni, auk þess er hann ásamt Díönu Ósk Óskarsdóttur stofnandi og frumkvöðull við rekstur netkirkja.is sem er fyrsta rafræna kirkjan á Íslandi.

Fritz Már er með embættispróf í guðfræði en auk þess meistaragráðu í praktískri guðfræði. Fritz Már stundar einnig doktorsnám við HÍ og hefur lokið námi í áfengis og vímuefnafræðum við félagsráðgjafadeild sama skóla. Fritz Már hefur lokið námi í sáttamiðlun og er félagi í Sátt, félagi sáttamiðlara á Íslandi. Hann hefur sótt m.a. sótt námskeið í Understanding and Treating Self-Injury and Self-Mutilation Behaviors‘‘ hjá Patric DeChello.

Fritz er einnig iðnrekstrarfræðingur og rithöfundur en eftir hann hafa verið gefnar út bækur hér heima og erlendis. Fritz hefur sótt fjölda námskeiða á ýmsum sviðum og auk þess starfað við fararstjórn, þáttagerð í sjónvarpi, stjórnun, rekstur og rekstrarráðgjöf og verið með margskonar námskeið þessu tengt. Fritz hefur haldið fjölda námskeiða og starfar sem prestur við Keflavíkurkirkju og sem ráðgjafi á vegum ,,Ég er”.