Díana Ósk Óskarsdóttir

día

Díana Ósk er sjúkrahúsprestur, handleiðari og doktorsnemi við HÍ. Hún hefur starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Teigi, Landspítala háskólasjúkrahúsi, sem fjölskylduráðgjafi Foreldrahúss, Vímulausrar æsku og hélt þar utan um fagstarf ráðgjafa samhliða því að vera dagskrárstjóri Eftirmeðferðar. Einnig hefur hún unnið á eigin stofu um árabil. Díana er annar stofnandi og frumkvöðull að rekstri netkirkja.is sem er fyrsta rafræna kirkjan á Íslandi.

Díana Ósk gaf út meðvirknikverið „Vertu þín besta vinkona“ sem byggir á tengslakenningum og kenningum „Píu Mellody“ um meðvirkni. Í kverinu er fjallað um gildi sjálfsmyndar, leiðir til að stuðla að innri styrk og auka sjálfstraust ásamt því að benda á mikilvægi heilbrigða marka í samskiptum.

Díana hefur auk embættisprófs og meistaragráðu í guðfræði lokið diplómanámi félagsráðgjafadeildar HÍ í vímuefnamálum, hún hefur alþjóðleg réttindi sem ICADC fíkniráðgjafi og er félagi í fagsamtökunum IC&RC. Díana hefur lokið klínísku námi í handleiðslufræðum frá félagsráðgjafardeild HÍ og er félagi í Handís, handleiðarafélagi Íslands.

Hún hefur lokið grunnnámskeiði í verklegri sálgæslu hjá Sr. Gunnari Rúnari Matthíassyni og námskeiðinu Dulúð og kristin íhugun hjá Dr. Pétri Péturssyni. Hún hefur einnig hlotið þjálfun hjá „Piu“ Patricia Mellody í Arizona „Post Induction Therapy Training” og tekið námskeiðin „Understanding and Treating Self-Injury and Self-Mutilationn Behaviors“ og „Getting to the Root of Pathology – Understanding and treating Trauma” hjá Dr. Patrick L. DeChello og „Meðferð fullorðinna þolenda ofbeldis í barnæsku. Ráðgjafatækni og núvitund sem hagnýt nálgun í starfi“ hjá Dr. Phyllis Gardner og „8 lyklar að öruggum bata eftir áfall“ hjá Dr. Sigurlínu Davíðsdóttur.