Vertu þinn besti vinur

Vertu þinn besti vinur er námskeið um meðvirkni sem er hugsað sem stökkpallur inn í bætt lífsgæði. Það samanstendur af fræðslu, hópverkefnum og heimavinnu. Námskeiðið býður upp á sjálfsrýni, þar sem ólíkar birtingarmyndir meðvirkninnar eru skoðaðar, sjálfsvirðing, sjálfsmynd og hversu mikilvæg heilbrigð mörk eru í öllum samskiptum. Þátttakendur fá tækifæri til að þjálfa upp tengsl við eigin tilfinningar. Meðvirkni á sér yfirleitt upphaf í bernsku einstaklings þar sem barn sýnir eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Þeir sem glíma við meðvirkni koma oftar en ekki úr vanvirkum fjölskyldukerfum og að hluta til er meðvirknin varnarviðbrögð.
Á námskeiðinu getur fólk lært leiðir til þess að vinna með eigin meðvirkni.

Markmiðið er að hjálpa þátttakendum við að komast í betri tengsl við eigin tilfinningar og aðstoða þá við að setja sér og öðrum heilbrigð mörk. Einnig er mikil áhersla á sjálfsvirði hvers og eins.

Fyrirkomulag námskeiðsins:
Námskeiðin fara fram í 6-8 manna hópum og fara fram með því móti að hópurinn hittist í tvö skipti 4.- 4,5.klst. í senn. Þátttakendur fá námskeiðsgögn og þurfa að gefa sér rými fyrir heimavinnu. Aðalleiðbeinandi er Díana Ósk og henni til aðstoðar er Fritz Már.

Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða senda póst á namskeidin@gmail.com