Gömul sár hafa áhrif á viðbrögð okkar

sóleySóley ólst upp hjá veikum foreldrum sem töluðu niður til hennar og uppnefndu hana. Sóley gat ekki svarað fyrir sig og hafði ekki leyfi til þess að tjá sig um reiði sína og sársauka. Það eina sem hún gat gert til þess að verja sig og til þess að fást við reiði sína var að deyfa sig með því að segja sjálfri sér að þetta skipti ekki máli, að henni væri alveg sama! Hún taldi sér trú um að hún þyrfti ekki á sínu nánasta fólki að halda. Þessi aðferð hennar hvarf ekki með aldrinum þannig að í hvert sinn sem hún upplifði særindi eða reiði þá lokaði hún ósjálfrátt, varð köld og ýtti fólki frá sér.

Það er mikilvægt að þekkja mörkin sín. Það er enn mikilvægara að verja sig þegar fólk fer yfir mörkin sem við setjum. En það er einnig mikilvægt að átta sig á því að bæði reiði og sársauki vekja hjá okkur varnarviðbrögð.  

Eru viðbrögð þín ósjálfráð þegar þú upplifir þig svik, þegar þú ert særð/ur eða þegar þú reiðist?
Lokast þú? Finnur þú þig minnimáttar? Einangrar þú þig? Eða gerir þú árás?

Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti sársauka eða reiði í nánum samböndum eða samskiptum. Stundum eru þessar tilfinningar aðvörunarmerki sem hvetja okkur til þess að vera varkár. Stundum eru þetta minni mál sem auðvelt er að vinna úr. Einnig geta þessar tilfinningar komið ef ýtt hefur verið við gömlum sárum.  Sárum sem mynduðust þegar þú gast ekki varið þig.

Nú er kominn tími til þess að leyfa sér að vera viðkvæm/ur og leyfa sér að upplifa þær tilfinningar sem upp koma.

Lærðu að setja heilbrigð mörk, að segja hvað þú ert að upplifa og að vernda sjálfan þig án þess að fara í gömul varnarviðbrögð.

Hér er stuðst við texta frá Mellody Beatty.