Manneskjan er ekki tré, hún getur færst úr stað

mennskt tré

Við stjórnum ekki öllu sem gerist í kringum okkur en við getum valið viðbrögð okkar við því sem upp kemur. Við getum ekki stjórnað tilfinningum annarra – ótta þeirra, varnarviðbrögðum eða sársauka. Við getum aðeins valið hvernig við viljum bregðast við tilfinningum annarra. Kannski móðgaði þig einhver, braut á þér, fór yfir mörkin þín eða kannski varð draumur þinn ekki að veruleika vegna aðgerða annarra. Hvað ætlar þú að gera í því?
Þú getur gefist upp, gefið eftir eða þú getur gert það besta úr aðstæðunum. Fært þig úr stað ef það er hægt eða skapað þér fullnægjandi líf þar sem þú ert. Stundum þurfum við að segja “æ, hvað með það” og stundum þurfum við að setja skýr mörk, halda áfram að lifa og leyfa öðrum að lifa. Eins getum við vel byrjað upp á nýtt aftur og aftur og aftur… eins oft og við þurfum.

Guð viltu gefa okkur styrk þegar aðgerðir eða hugmyndir annarra draga okkur niður. Hjálpa okkur að tileinka okkur kristilegt hugarfar og góð viðbrögð. Leiddu okkur og hjálpa okkur að vera í vilja þínum.

Þýtt úr bók Melody Beattie með smá breytingum.